Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum

25 Nóv

Héðan er mjög lítið að frétta. Október og nóvember hafa þotið hjá og vegna anna hefur lítið gerst markvert. Bara skóli og aftur skóli. Ég kem heim eldsnemma 18. desember og verð alveg til 6. janúar. Get ekki beðið eftir að koma heim og fara í almennilega íslenska sturtu (bandarískar sturtur eru glataðar) og hitta alla, þið viljið sennilega að ég fari í sturtuna fyrst 😉 Skólinn er búinn hjá mér 11. desember og því hef ég næstum því mánuð í jólafrí! Þetta hefur aldrei gerst áður og ég er hreinlega ekki alveg viss hvernig eigi að haga sér í svona lúxus! Núna á fimmtudaginn var þakkargjörðarhátíðin og þess vegna er búið að vera frí frá því á miðvikudag. Á miðvikudaginn skellti ég mér svo til NY til að hitta Ragnheiði. Við keyptum næstum allar jólagjafirnar og svo fórum við í bíó. Ragnheiður á hrós skilið fyrir að þola svona lengi við með mér í H&M. Við buðum síðan vini Geirs í mat hjá okkur á fimmtudaginn og heppnaðist það bara ótrúlega vel. Á föstudaginn kláruðum við síðan jólagjafainnkaupin (black friday) með góðri samvisku þangað til að ég fattaði í gær að kauplausi dagurinn var á föstudag í USA en ekki á laugardag eins og ég hélt. Jæja ég tók alla vega þátt í kauplausa deginum á laugardaginn.

5 svör til “Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum”

 1. Guðný Sunnudagur, 25 nóvember 2007 kl. 20:54 #

  mín vegna þarftu ekki að fara í sturtu fyrst en þá getur samt verið að ég knúsi þig ekki! ég veit hvað þig langar mikið í knús…. Hlakka ótrúlega til að fá þig heim!

 2. Ösp Sunnudagur, 25 nóvember 2007 kl. 22:51 #

  buðuð þið Tom ? hahahaha
  hlakka til að sjá þig, við getum farið í koló og keypt ís omfl.
  mbkv.
  Ösp

 3. Ragna Mánudagur, 26 nóvember 2007 kl. 18:52 #

  Við vorum ekkert lengi í i H&M. Ég varð amk ekki þreytt í fótunum 😉

 4. Inga Mánudagur, 26 nóvember 2007 kl. 21:15 #

  Ohhhh Black Friday…..mikið öfunda ég þig. Man eftir okkur mömmu í fyrra í Boston að versla frá fimm um morguninn eins og okkur væri borgað fyrir það 🙂 Taktu amk laugardaginn 29.des frá fyrir innflutningspartý hjá mér:)

 5. Óttar Miðvikudagur, 5 desember 2007 kl. 15:59 #

  Það gæti bara farið svo að við hittumst á flugvellinum 18.des. Nema ég lendi aftur í 30 tíma seinkun eins og í fyrra…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: