Apparently, my life has a soundtrack

28 Nóv

Áðan var ég í drulluvondu skapi og blótaði hástöfum á íslensku þar sem lestarkerfið hérna í New Jersey er algjört krapp og það tók mig samtals 5 tíma að komast í og úr skólanum. Þegar ég var að labba heim náði pirringurinn hámarki þangað til ég heyrði allt í einu undurfagran kórsöng. Laglínan sem þau sungu var: „You can’t always get what you want but if you try sometime, you just might find you get what you need“. Eftir þetta var eiginlega ekki hægt að vera í fýlu, sérstaklega þar sem þegar ég loksins kom heim voru 4 dádýr fyrir utan húsið okkar. New Jersey er samt heimsins stærsti Garðabær, ég fer ekki ofan af því.

3 svör til “Apparently, my life has a soundtrack”

  1. Rakel Björk Föstudagur, 30 nóvember 2007 kl. 8:01 #

    Heimsins stærsti Garðabær! Brilliant lýsing hahaha

  2. bjarnheidur Föstudagur, 30 nóvember 2007 kl. 18:25 #

    mér finnst líka heitið á þessum pistli algjör snilld – eins og titill á góðu ljóði eða smásögu 🙂 kannski erum við plús/mínus-heimspeki-tvíburar (vá flókið hugtak…) því hjá mér hefur lífið undanfarið einmitt mikið verið svona „úff allt er ömurlegt og ég er að sligast“ og þá kemur eitthvað „lítið stórt“ (getur maður lýst því þannig?) eins og kórsöngurinn hjá þér og bjargar deginum 🙂

  3. Ösp Sunnudagur, 2 desember 2007 kl. 15:53 #

    jámm ég er líka í bölvi og ragni, bíð bara eftir betri tíð með blóm í haga.. sem er um miðjan des.. vonandi. En Valla er þér alvara með Garðabæ? erum við þá að tala um sama Garðabæ og tónlistinn vildi steypa yfir og gera að bílastæðum fyrir hfj? Ég segi millistig milli steríls suburbia og Garðabæjar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: