Sarpur | desember, 2007

Væmið

21 Des

Geir er að koma til Íslands á morgun og ég hlakka ótrúlega til að sjá hann þó það séu bara 4 dagar síðan ég sá hann seinast. Vúhú! Þessi ógeðslega væmna færsla er afleiðing verstu þotuþreytu sem ég hef nokkurn tímann upplifað 🙂

Prófatíð

6 Des

Þar sem ég er í prófum og próflestur leiðir af sér ótæpilega netnotkun þá hendi ég hér inn bloggleik. Á þennan hátt hef ég líklega afsökun til að fara jafnvel enn oftar á netið. Svo vantar mig líka vini til að spila scrabble á facebook, það er ansi fær tímaþjófur.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…