Prófatíð

6 Des

Þar sem ég er í prófum og próflestur leiðir af sér ótæpilega netnotkun þá hendi ég hér inn bloggleik. Á þennan hátt hef ég líklega afsökun til að fara jafnvel enn oftar á netið. Svo vantar mig líka vini til að spila scrabble á facebook, það er ansi fær tímaþjófur.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…

33 svör til “Prófatíð”

 1. Guðrún Helga Fimmtudagur, 6 desember 2007 kl. 23:03 #

  Tilhamingju!
  En að öðru, hér er nafn mitt í kommentkerfinu.
  Ég á reyndar líka að vera læra 8).

 2. Geir Fimmtudagur, 6 desember 2007 kl. 23:08 #

  Hér er nafnið mitt!

 3. Ásdís Föstudagur, 7 desember 2007 kl. 7:14 #

  hér kemur nafnið mitt, hmm ég held ég viti samt svarið:)

 4. Helga Föstudagur, 7 desember 2007 kl. 15:45 #

  hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn 🙂

 5. Óttar Laugardagur, 8 desember 2007 kl. 8:14 #

  Þetta verður áhugavert 😀

 6. Valla Laugardagur, 8 desember 2007 kl. 23:50 #

  Guðrún:
  1. Þú ert flink að mála og teikna
  2. MADS
  3. Núðlubragð
  4. Hvernig voru tónleikarnir?
  5. Á fæðingardeildinni, þú varst með krumpað nef og kolsvart hár
  6. Dádýr
  7. Sendi frekar tölvupóst 😉

  Geir:
  1. Þú drekkur kók með kjöti og sprite með fisk og kjúklingi.
  2. Wishing on a Star
  3. Orbit tyggjóbragð
  4. Kotra
  5. Þú varst að „reyna við“ Ölmu í bílnum
  6. Hund
  7. Af hverju finnst þér Bones leiðinlegt?

  Ásdís:
  1. Þú prjónaðir lopapeysu en fannst það eiginlega vera svindl því prjónarnir eru svo grófir!
  2. BOMBA! var fyrsta lagið sem mér datt í hug.
  3. Blágrænt extratyggjóbragð
  4. Survivor and we made an alliance (veit ekki hvort þú manst eftir þessu). Finnst það hafa haldið nokkuð vel 🙂 Þú ert góður survivor partner.
  5. Þið Freyja sátuð fyrir framan mig í 3.F og ég man að ég husgaði…hmm þessar virka fínar. Ok ég þori alveg að tala við þær.
  6. Antilópu bara veit ekki alveg.
  7. Hmm, hvernig þú ferð að því að búa til svona andfýludót á kexið hehe?

  Helga:
  1. Þú vinnur hjá Seðlabankanum
  2. Öll lög með Vinum vors og blóma
  3. Vatnsbragð
  4. Takk fyrir allt vatnið!
  5. Þýska hjá Maju 🙂
  6. Kisu
  7. Hvernig nenntiru að sækja vatnið?

  Óttar:
  1. Þú átt afmæli 4. janúar
  2. Novacaine
  3. Nú er ég alveg tóm, bara pizzubragð (sbr. litlu pizzurnar sem þú varst stundum með í afmælum)
  4. Ég held við séum bara sexmenningar
  5. 7 ára bekkur í Víðó
  6. Hund
  7. Af hverju Miðjan?

 7. freyjan Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 10:54 #

  og þar sem það er verkefnavinna hjá mér þá er mál að hanga á netinu, svo hér er mitt nafn 🙂

 8. valla Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 17:22 #

  Freyja:
  1. þú býrð á Haraldsgade, Ö Kaupmannahöfn e-ð hehe
  2. Danska lagið
  3. Nú pönnukökubragð auðvitað!
  4. Það er ógeð að bíta í öxlina á öðru fólki (hélstu nokkuð að ég myndi gleyma þessu? NEVER)
  5. Sjá Ásdísarsvar
  6. Þú ert e-r sætur hundur með svona pínukrulluð eyru
  7. Er ekki erfitt að vera með e-m sem tekur vel til og er skipulagður?

 9. Ösp Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 17:27 #

  hæ ég er líka sjálfhverf hahahah
  ég hélt það stæði hver er mín fyrsta ljóta minning af þér og ég var alveg djí en ömurlegt að hafa það með. En annars þá ætla ég að gera svona um þig
  1. Umhyggjusöm
  2. X Files
  3. Ís
  4. Ég ætla að fá kleinu og dónöts! btw sá gaur er orðinn frægur listamaður í dag
  5. Kallandi á mig út um gluggann á annari hæð.
  6. Litla sæta kisu
  7. Veit allt 😉
  8. nei

 10. valla Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 17:37 #

  1. Þú hefur alltaf verið stylish beyond my understanding 🙂
  2. The lunatics have taken over the asylum og allt með feist og frk spektor
  3. Kaffibragð
  4. Svín og alkóhólisti
  5. Þegar var verið að pota í rassa og við vildum ekki taka þátt
  6. Þú ert dádýr eins og Guðrún Helga
  7. Ég spyr þig bara beint held ég, mér dettur ekkert í hug.

 11. valla Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 17:38 #

  Já og þetta var svarið fyrir Ösp

 12. Ösp Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 17:41 #

  jah þú hefðir átt að sjá dressið sem ég bjó mér til fyrir jólahófið í gærkvöldi það var fashion disaster haha, sýni þér myndir þegar þú kemur heim

 13. Ragnheiður Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 20:06 #

  Hah, nú verð ég að kvitta.
  Sérstaklega eftir að Ösp svaraði nei við númer 8…

 14. Jónas Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 20:41 #

  ég vil nú ekki að þú fallir á prófunum, en mátt endilega gera svona um mig líka!

 15. Frida Sunnudagur, 9 desember 2007 kl. 22:55 #

  Hæ, langar líka að heyra hvað þú hefur að segja um mig. Vonandi gekk vel í prófunum

 16. valla Mánudagur, 10 desember 2007 kl. 0:26 #

  Ragnheiður:
  1. Þú átt græna peysu úr Banana Republic
  2. August Rush því við sáum hana seinast í bíó, líka Game Plan haha
  3. Strawberry Margarita
  4. Hmm, af hverju að bíða í röð til að kaupa miða þegar þú getur fengið lestarmiðann ókeypis?
  5. 5-X stelpur fóru saman út í bakarí 🙂
  6. Husky hund því þeir eru með svo blá augu og ratvísir.
  7. Hvernig ferðu að því að rata svona vel?

  Jónas:
  1. Þú fórst til Indlands og vannst þar
  2. Öll lög með Frans Ferdinand
  3. Hnetusmjör
  4. Alma skilur þetta reyndar líka en, „á jólum safnast fjölskyldan saman við kertaljós…“
  5. Gripasýning í Ráðagerði, þetta veistu
  6. Þú ert björn
  7. Af hverju bloggaru skyndilega svona húslega? Ertu orðinn miðaldra fyrir aldur fram? 😉 Bara djók

  Frida:
  1. Seinast þegar ég hitti þig þá varstu nýgift 🙂
  2. Allt með Celine Dion og Mariah Carey 🙂
  3. Tortellini
  4. Manstu eftir slöngulokkunum sem við vorum alltaf að gera heima hjá þér?
  5. Við vorum svona 9 ára og þú komst til mín í Barbie
  6. Þú minnir mig á kisu 🙂 Meira en flestir aðrir.
  7. Hvar áttu heima núna og hvernig kemst ég inn á bloggið þitt? 🙂

 17. Helga Mánudagur, 10 desember 2007 kl. 11:10 #

  Hheheheh svar við vatnsspurningunni er einfaldlega að ég nenni ALLTAF að ná í vatn því það er svo æðislega gott:)

 18. Frida Mánudagur, 10 desember 2007 kl. 19:28 #

  Við búum á heima hjá mömmu og pabba eins og stendur. Allt í lausu loft með hvernig við höfum það.
  Þú getur sótt um aðgang og ég sendi svar um hæl 🙂

 19. Guðný Hulda Mánudagur, 10 desember 2007 kl. 20:56 #

  do me.. do me …. hmmm hljómar dirty…. 😉

 20. valla Mánudagur, 10 desember 2007 kl. 21:03 #

  Guðný:
  1. Þú átt litla stelpu sem heitir Viktoría
  2. Allt með Stebba Jilmapa
  3. Gulur Kristall
  4. Stebbi Jilmapi (ok það eru nokkrir sem fatta þetta)
  5. Þú og Ingibjörn voruð að leika við mig í stiganum hjá ömmu og afa
  6. Þú minnir mig líka á kisu, eiginlega allir minna mig á kisu
  7. Sawyer, Peter eða Adam?

 21. Ösp Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 0:34 #

  hey ég náði strawberry margarita dæminu 🙂 litlu snúllur,

 22. Edda Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 1:11 #

  Má ég vera með?

 23. valla Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 1:37 #

  1. Þú átt popppott
  2. No Diggity
  3. Poppppppbragð
  4. Dr. Strangelove 😉
  5. Ég held það hafi annaðhvort verið í afmæli hjá Ölmu eða í cösukjallara ég man bara ekki hvort gerðist fyrst.
  6. Þú minnir mig á páfugl því að þér fer svo vel að vera í bláu og grænu og fjólubláu
  7. Þetta er orðið dálítið einhæft, en hvernig ferðu að því að búa til svona gott popp?

 24. Ásdís Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 8:13 #

  hehe sáreinfalt, bara hálfur rauðlaukur skorinn niður og ein dolla piparrjómaostur (veit ekki hvað er hægt að nota í USA í staðinn fyrir íslenska rjómaostinn, eflaust e-ð svipað til:))

 25. Guðný Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 11:07 #

  ég ætla að svara…. spurningunni…. þetta var erfitt mikil umhugsun í allnokkrar klst
  en ég segi
  Adam… hann er bara svo ógeðslega mikill töffari.

 26. bjarnheidur Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 14:45 #

  bjaaanhædúr? neineinei, bjarnheiður! 🙂 aber du kannst mich auch bea nennen…

 27. Ösp Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 22:09 #

  sjitt Valgerður þú hefur sko engann tíma til að læra, það er allt að verða vitlaust hreinlega !!!!

 28. Sigrún Þöll Þriðjudagur, 11 desember 2007 kl. 23:45 #

  Seint koma sumir en koma þó…hér er mitt nafn 🙂

 29. Alma Föstudagur, 14 desember 2007 kl. 0:02 #

  Ég get svarið að ég var búin að skrifa ALMA hér…

 30. valla Föstudagur, 14 desember 2007 kl. 20:46 #

  Bjarnheiður:
  1. Þú átt systur sem heitir Líney
  2. Öll sígaunatónlist
  3. couscous
  4. Draugasögur…nei ég veit ekki alveg 😛
  5. Leikfimi í MR
  6. Íslenskan fjárhund, alltaf kát og fjörug
  7. Hvenær kláraru í Þýskalandi?

  Sigrún Þöll:
  1. Þú ert frá Egilsstöðum
  2. Fóstbræður minna mig pínu á þig
  3. uuu vodki, nei djók ég veit ekki
  4. Sjá 7
  5. Það var á einhverju MR balli
  6. Þú ert svolítið eins og kóalabjörn, svona róleg og sæt
  7. Náðuð þið Palli að redda ykkur fari?

  Alma:
  1. Þú áttir einu sinni mjög fallega rauða kápu, hún er sennilega undirstaða vináttu okkar
  2. Blister in the Sun
  3. Hvítt súkkulaði
  4. Þannig var mál með vexti…
  5. Þú varst á Herranætur-leikritinu í rauðu kápunni
  6. Rauða pöndu
  7. Hvernig fórstu að því að gera Jónas svona húslegan? Eða var hann bara þannig?

 31. Óttar Sunnudagur, 16 desember 2007 kl. 0:31 #

  Novocaine for the soul!! Vá ég hef ekki hugmynd um afhverju það minnir þig á mig en gott lag engu að síður. Sáttur með það.

  Miðjan segiru. Sagan er reyndar rosalega slöpp. Ég var að spila í fótboltamóti í MR og einhverjir vinir Sigurjóns voru að spyrja hver ég væri og þá var ég víst staddur á miðjunni á því augnabliki. Þar sem þessir einstaklingar hafa viðurnefni yfir alla þá varð ég að Tara Miðju, Miðjunni, Midfielder, Der Mittel, Midfield og svo framvegis.

 32. bjarnheidur Sunnudagur, 16 desember 2007 kl. 9:02 #

  hmmm… eiginlega veit ég það ekki, alla vega ekki núna – planið var að klára í haust, fara beint til íslands til að taka kennslufræðina og gerast menntaskólakennari… en núna er lokaverkefnið mitt svo spennandi, aðalprófessorinn minn kominn með styrk fyrir tvo doktorsnema og það sem meira er hún er að leita sér að fastri stöðu einhvers staðar annars staðar (hún fær ekki fastan samning hérna) þannig að með því að fylgja henni eftir mundi ég breyta um stað en halda áfram skemmtilegu starfi í góðum hópi (hinir í hópnum eru líka mjög „hreyfanlegir“ þannig að það passar fínt að við bara öll hreyfum okkur um set!) vá þetta var langt svar!!! og kannski soldið ruglingslegt… skal reyna að útskýra þetta betur heima 🙂

 33. Alma Þriðjudagur, 18 desember 2007 kl. 11:06 #

  Valla, ég skal kenna þér leyndarmálið en ég birti það ekki hér 😉 múhahahahha

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: