Sarpur | febrúar, 2008

Jizzle to the fizzle – NÖLDURBLOGG VARÚÐ EKKI FYRIR JÁKVÆÐA

13 Feb

Er búin að vera veik heima í dag og ákvað því að reyna að blogga for once. Síðustu vikur hafa verið ansi pakkaðar hér á bænum. Sem betur fer er ég bara að taka tvo kúrsa, einn þægilegan og annan snældugeðveikan þar sem kennarinn setti fyrir massívt hópverkefni og skiptir um skoðun varðandi efnistök verkefnisins svona einu sinni í viku. Nú og svo þar sem ég er búin að ákveða að vera hér í nokkur ár í viðbót hef ég verið að reyna að sækja um social security number og endurinngöngu í skólann og og og og… Þau sem búa svo vel að því að hafa séð/lesið Ástrík og þrautirnar 12 ættu að skilja hvernig mér líður akkúrat.“Nei, þú þarft að fylla út bleikt eyðublað nr. 539s89AB áður en þú getur fyllt út grænt eyðublað nr. 4982AR9 það færðu á skrifstofunni niðri í bæ/á hæð 4/whatever“. Drexel er þekktur hér á svæðinu (alla vega meðal þeirra sem ég þekki) fyrir að vera dálítið mikið fyrir skriffinnsku og ekki bætir úr skák hvað ég er skapvond þegar þarf að eiga við hverslags eyðublöð. Nú sakna ég nemendaskrár svo mikið að mig langar að gráta hehe. Reyndar virðist sem ég sé komin með öll eyðublöð fyrir social security number og geti sótt um á mánudaginn og þá get ég byrjað að vinna sem research assistant 2 vikum á eftir áætlun. Jibbí! Sjáum til með endurinngöngu í skólann, ætla að geyma restina af því þar til í næstu viku þar sem það involverar alls konar deildarpólitík ofan á allt saman. Great!

Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér þegar ég þarf ekki að eiga við hópverkefni og eyðublöð (sennilega væri best fyrir mig að vera einbúi í anarkistaþjóðfélagi). Ég er byrjuð að mæta á labfundi þó ég sé ekki byrjuð að vinna og mér líkar bara mjög vel. Fólkið sem vinnur með mér er ótrúlega skemmtilegt og næs en það er samt ekki laust við að þrátt fyrir allan spenninginn þá er ég stundum að pissa í brækurnar yfir því hvað allir eru klárir og flinkir. Þetta er víst algengt fyrstu vikurnar en eftir nokkra mánuði lagast þetta vonandi hehe. Nú, við Ragnheiður Helga skelltum okkur á Þorrablót þar sem ég smakkaði hrútspunga og hákarl í fyrsta sinn. Þar hittum við Albínu og kærastann hennar og lentum með þeim á mjög skemmtilegu borði. Þarseinustu helgi fórum við Geir síðan í roadtrip með nýja GPS tækið sem við fengum í jólagjöf til New Hope (bær í nágrenninu sem fólk hefur verið duglegt að mæla með við okkur) en það gekk ekki betur en það að við fórum óvart til nágrannabæjarins Lambertville og föttuðum ekki fyrr en eftir svona korter að við vorum ekki í hinum margrómaða New Hope. Skemmtilegur bær engu að síður. Næst á dagskránni er síðan að fara einhvern tímann til Baltimore að skoða sædýrasafnið.

Í seinustu viku prófaði ég líka hugleiðslutíma (nú er ég búin að prófa tennis, tai chi, magadans og hugleiðslu) hjá fyndnasta gaur í heimi! Hann lítur út eins og Bubbi Mortens og segir eftir hverja einustu setningu: „yeah, and that’s very cool you know“. Dæmi: „OK, so sound is basically just waves, yeah, and that’s very cool you know“.  

Lofa að vera hressari næst þegar ég blogga hehe.