Jizzle to the fizzle – NÖLDURBLOGG VARÚÐ EKKI FYRIR JÁKVÆÐA

13 Feb

Er búin að vera veik heima í dag og ákvað því að reyna að blogga for once. Síðustu vikur hafa verið ansi pakkaðar hér á bænum. Sem betur fer er ég bara að taka tvo kúrsa, einn þægilegan og annan snældugeðveikan þar sem kennarinn setti fyrir massívt hópverkefni og skiptir um skoðun varðandi efnistök verkefnisins svona einu sinni í viku. Nú og svo þar sem ég er búin að ákveða að vera hér í nokkur ár í viðbót hef ég verið að reyna að sækja um social security number og endurinngöngu í skólann og og og og… Þau sem búa svo vel að því að hafa séð/lesið Ástrík og þrautirnar 12 ættu að skilja hvernig mér líður akkúrat.“Nei, þú þarft að fylla út bleikt eyðublað nr. 539s89AB áður en þú getur fyllt út grænt eyðublað nr. 4982AR9 það færðu á skrifstofunni niðri í bæ/á hæð 4/whatever“. Drexel er þekktur hér á svæðinu (alla vega meðal þeirra sem ég þekki) fyrir að vera dálítið mikið fyrir skriffinnsku og ekki bætir úr skák hvað ég er skapvond þegar þarf að eiga við hverslags eyðublöð. Nú sakna ég nemendaskrár svo mikið að mig langar að gráta hehe. Reyndar virðist sem ég sé komin með öll eyðublöð fyrir social security number og geti sótt um á mánudaginn og þá get ég byrjað að vinna sem research assistant 2 vikum á eftir áætlun. Jibbí! Sjáum til með endurinngöngu í skólann, ætla að geyma restina af því þar til í næstu viku þar sem það involverar alls konar deildarpólitík ofan á allt saman. Great!

Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér þegar ég þarf ekki að eiga við hópverkefni og eyðublöð (sennilega væri best fyrir mig að vera einbúi í anarkistaþjóðfélagi). Ég er byrjuð að mæta á labfundi þó ég sé ekki byrjuð að vinna og mér líkar bara mjög vel. Fólkið sem vinnur með mér er ótrúlega skemmtilegt og næs en það er samt ekki laust við að þrátt fyrir allan spenninginn þá er ég stundum að pissa í brækurnar yfir því hvað allir eru klárir og flinkir. Þetta er víst algengt fyrstu vikurnar en eftir nokkra mánuði lagast þetta vonandi hehe. Nú, við Ragnheiður Helga skelltum okkur á Þorrablót þar sem ég smakkaði hrútspunga og hákarl í fyrsta sinn. Þar hittum við Albínu og kærastann hennar og lentum með þeim á mjög skemmtilegu borði. Þarseinustu helgi fórum við Geir síðan í roadtrip með nýja GPS tækið sem við fengum í jólagjöf til New Hope (bær í nágrenninu sem fólk hefur verið duglegt að mæla með við okkur) en það gekk ekki betur en það að við fórum óvart til nágrannabæjarins Lambertville og föttuðum ekki fyrr en eftir svona korter að við vorum ekki í hinum margrómaða New Hope. Skemmtilegur bær engu að síður. Næst á dagskránni er síðan að fara einhvern tímann til Baltimore að skoða sædýrasafnið.

Í seinustu viku prófaði ég líka hugleiðslutíma (nú er ég búin að prófa tennis, tai chi, magadans og hugleiðslu) hjá fyndnasta gaur í heimi! Hann lítur út eins og Bubbi Mortens og segir eftir hverja einustu setningu: „yeah, and that’s very cool you know“. Dæmi: „OK, so sound is basically just waves, yeah, and that’s very cool you know“.  

Lofa að vera hressari næst þegar ég blogga hehe.

12 svör til “Jizzle to the fizzle – NÖLDURBLOGG VARÚÐ EKKI FYRIR JÁKVÆÐA”

 1. Ásdís Föstudagur, 15 febrúar 2008 kl. 0:46 #

  hehe iss þetta var ekkert svo niðurdrepandi blogg;) eiginlega bara mjög skemmtilegt:) Gangi þér vel með skriffinnskuna og haltu áfram að blogga;)

 2. Brynja Föstudagur, 15 febrúar 2008 kl. 7:24 #

  Ahh Bandaríkin eru svo yndisleg! Alltaf gaman að fylla út eyðiblöð!

  Ég mæli með sædýrasafninu í Baltimore, það er mjög skemmtilegt, engin eyðublöð þar;)

 3. bjarnheidur Föstudagur, 15 febrúar 2008 kl. 11:16 #

  híhí ég er sammála ásdísi, þetta var mjög skemmtilegt blogg! og ég þekki þessa eyðublaðafrumskóga… úfff… mundu bara að halda upp á hvert einasta smáskref fram á við 🙂 það er mjög góð regla 😀

 4. Frida Laugardagur, 16 febrúar 2008 kl. 18:56 #

  Bara skemmtilegt blogg. Hvað segirðu eru þeir eitthvað mikið fyrir pappírinn þarna í USA. Eru greyin ekki búnir að fatta tölvur ennþá, leiðinlegt 😀

 5. Rakel Björk Sunnudagur, 17 febrúar 2008 kl. 1:15 #

  hahaha, ég man eftir þessu atriði úr Ástríki 🙂 Gangi þér vel skvís 🙂

 6. Ösp Sunnudagur, 17 febrúar 2008 kl. 18:52 #

  sammála Ásdísi, þetta var ei niðurdrepandi blogg, en eyðublaðainnfyllingar eru ekki kúl, ættir að prófa að bera það undir gæjann sem finnst allt kúl,kv. Ösp (p.s komin með 400 orð á tveimur dögum þvílíkt afrek)

 7. Martin Miðvikudagur, 20 febrúar 2008 kl. 22:54 #

  Spurning samt hvort sædýrasafnið sé virði akstursins, en ef þú ert að fara til DC er fínt að stoppa.

 8. Ragnheiður Helga Föstudagur, 22 febrúar 2008 kl. 18:08 #

  Ég rata á sædýrasafnið án þess að hafa Emily eða Trudy meðferðis. Býð mig hérmeð fram til að koma með sem backup plan ef Emily villist eitthvert með ykkur…
  Vel á minnst ég held ég hafi farið til New Hope nokkrum sinnum með Nikkitu, býð mig líka fram til að koma með og staðfesta að um New Hope sé að ræða hahahahaha…

 9. Jónas Miðvikudagur, 5 mars 2008 kl. 22:28 #

  Í mínu starfi bið ég fólk oft um að fylla út eyðublöð.

 10. Ösp Föstudagur, 14 mars 2008 kl. 9:30 #

  viltu nú ekki blogga nýtt elsku Valla mín

 11. Frida Fimmtudagur, 27 mars 2008 kl. 13:56 #

  Sammála síðustu ræðukonu!!

 12. Ragnheiður Helga Laugardagur, 29 mars 2008 kl. 20:07 #

  virkar eitthvað að nöldra í henni um blogg?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: