Ætti kannski að byrja nota gleraugun meira

8 Apr

Af einhverjum ástæðum er voðalítið símasamband í íbúðinni okkar og þess vegna verð ég alltaf að fara út á verönd ef ég ætla að heyra í viðmælendum mínum. Áðan bráðlá mér á að hringja í Ragnheiði Helgu svo ég þaut út á verönd í slopp og náttfötum og talaði hátt og skýrt í símann á íslensku. Þar sem klukkan var að ganga níu þá var orðið alveg dimmt og mér sýndist ég sjá nágrannakonu mína sem ég þekki ansi vel labba framhjá. Ég öskraði því hæ og vinkaði hressilega. Kom síðan í ljós nokkrum mínútum síðar þegar ég var að fara út með ruslið og mætti „nágrannakonunni“ að þetta var alls ekkert hún heldur einhver stelpa sem ég hef aldrei séð áður. Shit hvað hún var hrædd á svipinn. Ég vona að þessi uppákoma hafi orðið til þess að ég hafi náð álíka frægðarstatus í hverfinu og allsberi gaurinn (sem ég hef aldrei séð), kúrekinn og kornræktandi mormóninn. Vonandi er ég kölluð ofurkammó sloppakerlingin. Ætla kaupa mér carmen rúllur í hárið til að fullkomna lúkkið.

7 svör til “Ætti kannski að byrja nota gleraugun meira”

 1. Ragna Þriðjudagur, 8 apríl 2008 kl. 5:05 #

  Ég þakka nú bara kærlega fyrir þetta mikilvæga símtal. Þetta var mér mikill léttir. Ágætt líka að það skuli hafa orðið til þess að þú bloggaðir, þótt þú fáir á þig sloppakerlingatitilinn í staðinn 😉

 2. Ösp Miðvikudagur, 9 apríl 2008 kl. 13:24 #

  Líst á þig kona, sé þetta fyrir mér, röggsöm kurteis íslensk valkyrja … 😉

 3. Ásdís Fimmtudagur, 17 apríl 2008 kl. 15:27 #

  híhí ég kannast nú við þetta enda byrjaði ég ekki að ganga með gleraugun fyrr en ég var orðin nánast „blind“. Ég lenti sem betur fer aldrei í því að hræða fólk en ég ignoraði all nokkra þegar þeir keyptu sér ný föt;)

 4. Alma Föstudagur, 18 apríl 2008 kl. 12:11 #

  Oh, það er svo töff að vera sloppakona!

 5. Ösp Mánudagur, 28 apríl 2008 kl. 19:54 #

  VALGERÐUR ÉG ER FARIN AÐ KÍKJA Á ÞETTA BLOGG AÐRA HVERJA VIKU, öðruvísi mér áður brá, greinilegt að áhugi minn lagar sig að bloggtíðni, hlutastyrkingin meira að segja hætt að virka…

 6. Silja Þriðjudagur, 20 maí 2008 kl. 19:20 #

  Blessuð Valla,
  Rakst á bloggið þitt (tja, rakst reyndar fyrst á bloggið hennar Ásdísar og svo á þitt :Þ) á einhverju saklausu surfi um netið. Vona að þú hafir það gott í ameríkunni 😀

  kv
  Silja
  zheelah.blogspot.com

 7. Silja Þriðjudagur, 20 maí 2008 kl. 19:33 #

  Já, og eitt enn, mér fannst mega fyndið að sjá myndir af hrossunum mínum og bústaðnum í Grímsnesinu í myndasafninu hjá þér ….

  kv
  Silja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: