Sarpur | maí, 2008

Tilkynningaskyldan

23 Maí

Jæja, nú er líf mitt komið aðeins meira á hreint og þá get ég bloggað. Seinustu mánuði er búið að vera ansi mikið að gera og einhvern veginn hef ég ekki haft tíma til að gera eitt né neitt. Ég er byrjuð að „vinna“ alla daga sem ég er ekki í tímum á rannsóknastofunni og get þess vegna ekki ferðast jafnmikið og ég hefði viljað. Ætla nú samt að reyna að koma aðeins heim í haust, lendi 23. ágúst og verð til 3. september líklega. Vonandi verða sem flestir á landinu þá.

Annars er það helst í fréttum að ég útskrifast með masterinn 14. júní og fer þá beint í doktorsnámið sem mun líklega taka mig svona 3-4 ár. Verkefnið er mjög spennandi og skemmtilegt og ég hlakka mjög til að hætta í kúrsum svo ég geti unnið við það fulltime. Fór í gær og náði í útskriftarbúninginn og ég held svei mér þá að ég hafi ekki séð asnalegri flík. Á hvaða sýru var hönnuðurinn?