Tilkynningaskyldan

23 Maí

Jæja, nú er líf mitt komið aðeins meira á hreint og þá get ég bloggað. Seinustu mánuði er búið að vera ansi mikið að gera og einhvern veginn hef ég ekki haft tíma til að gera eitt né neitt. Ég er byrjuð að „vinna“ alla daga sem ég er ekki í tímum á rannsóknastofunni og get þess vegna ekki ferðast jafnmikið og ég hefði viljað. Ætla nú samt að reyna að koma aðeins heim í haust, lendi 23. ágúst og verð til 3. september líklega. Vonandi verða sem flestir á landinu þá.

Annars er það helst í fréttum að ég útskrifast með masterinn 14. júní og fer þá beint í doktorsnámið sem mun líklega taka mig svona 3-4 ár. Verkefnið er mjög spennandi og skemmtilegt og ég hlakka mjög til að hætta í kúrsum svo ég geti unnið við það fulltime. Fór í gær og náði í útskriftarbúninginn og ég held svei mér þá að ég hafi ekki séð asnalegri flík. Á hvaða sýru var hönnuðurinn?

10 svör til “Tilkynningaskyldan”

 1. Freyja Laugardagur, 24 maí 2008 kl. 11:09 #

  Sökkar að þú komir fyrst í ágúst. Og svo heimta ég mynd af þér í búningnum!! og ég ætla rétt að vona að þú komir heim um jólin svo við getum farið á alminnilegan rúnt og fengið okkur ís saman! og hana nú! 🙂
  Annars get ég glatt þig með þeim fréttum að ég stefni á að skella mér til Bandaríkjanna sumarið 2010… þá verð ég orðin vinnandi kona og mun eiga SUMARFRÍ! og náttla löngu kominn tími til að heimsækja ykkur Ásdísi! Svona áður en þið veriðið orðnar svo hámentaðar að það sé ekki við ykkur talandi 😉 Tek líklegast danska manninn með, en lofa að tala bara íslensku í ferðinni…ef ég kann hana ennþá á þeim tíma 🙂
  og áfram ísland í kvöld! 🙂

 2. bjarnheidur Þriðjudagur, 27 maí 2008 kl. 9:34 #

  Heyrðu já, það er væntanlega ástæðan fyrir bloggleysinu – allt hangir í lausu lofti! Mikið skil ég það vel. En já ég næ bara að vera heima í tíu daga í júlí… en hins vegar stefni ég á Bandaríkjaför næsta vetur einhvern tímann 🙂 Innilega til hamingju með að vera að útskrifast og klára alla kúrsa og geta byrjað á einhverju skemmtilegu! Svo verðurðu að setja inn mynd af þér í sýrubúningnum 😀

 3. Ösp Fimmtudagur, 29 maí 2008 kl. 10:07 #

  Sælar, til lukku með masterinn, ég er ekki að boða komu mín til usa næsta vetur einnig hoho, frábært með verkefnið og frábært verkefni. Ánægð með þig Valla mín.

 4. Ösp Fimmtudagur, 29 maí 2008 kl. 10:08 #

  p.s ertu með svona ferkantaða húfu líka? ég held að allir búningar hjá útskriftarnemum í USA séu hallærislegir, amk allir sem ég hef séð.

 5. Alma Fimmtudagur, 29 maí 2008 kl. 10:42 #

  Til lukku með masterinn! Ég vil að sjálfsögðu sjá mynd. Ég er mjööög ánægð að þú valdir að koma í september 🙂 Mjöööög ánægð!

 6. Alma Fimmtudagur, 29 maí 2008 kl. 10:43 #

  ágúst/september…
  Eigum við að fara á tónleika með Sebastien Tellier 28. ágúst? 😀

 7. Ragnheiður Helga Sunnudagur, 1 júní 2008 kl. 1:40 #

  Heyrðu ég held ég verði í Philly á föstudaginn. Eitthvað crazy amazing race dæmi í gangi hjá sumarstarfsnemunum í vinnunni…

 8. Rakel Björk Þriðjudagur, 3 júní 2008 kl. 20:47 #

  Vá ég ætlaði að kíkja hérna til að óska þér til hamingju með afmælið en svo er bara miklu meiri „til hamingju ástæða“ Til hamingju með masterinn!!!

 9. Ösp Föstudagur, 6 júní 2008 kl. 16:41 #

  sælar, ég væri til í að koma með á Sebastian ef ég má, ps. djöfull hlakka ég til að fá þig heim.
  bkv.

 10. Valla Laugardagur, 7 júní 2008 kl. 1:17 #

  Já þú mátt koma með á Sebba 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: