Sarpur | júlí, 2010

Back in USA

20 Júl

Jæja, ég er komin aftur í hitann og svækjuna hérna í Princeton eftir frábæra ferð til Íslands með gæsunum, giftingum, mikkaboði, sundi og afslöppun. Ég verð nokkur ár að melta þessa ferð enda fannst mér hún bæði örstutt og ótrúlega löng. Fólk var búið að segja við okkur að það væri nú dálítið öðruvísi að vera gift en hvorugt okkar fann nokkurn mun enda erum við búin að vera klesst saman í næstum 10 ár. Kannski kemur það seinna.

Túristamynd - takið eftir blóminu

Það var erfitt að skilja Geir og kisu eftir og ekki hjálpaði til að Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta þegar ég flaug frá Keflavík. Einhvern veginn er það þó alltaf þannig að þegar ég er komin upp í vél þá verður þetta allt betra og þó ég hafi aldrei búið ein þá lærist það fljótt. Erfiðast er að elda rétta skammta en ég hef nú aldrei verið flink við það hvort eð er. Við komuna var ég sótt af housesitterunum og þau bjuggu hérna hjá mér ásamt tveimur loðnum kisum og talandi páfagauk fyrstu dagana. Það gafst því eiginlega ekki tóm til að vera með heimþrá. Páfagaukurinn, Bird, gat hermt eftir reykskynjara, síma, bílum og eigendum sínum og var einstaklega taugaveiklaður.

Bird litli taugaveiklaði

Nú er svo planið að vinna eins og brjálæðingur by day og vinna upp nokkur ár af gelgjuþáttum by night…spennandi! Skelli inn nokkrum myndum úr ferðinni. Sumar fékk ég lánaðar hjá öðrum og þakka fyrir það!

Inga gæs sæl og glöð með Kvennahlaupsárangurinn - Mynd frá Mæju

Næst vel ég armbeygjukeppni - Mynd frá Helgu G

Kajak! - Mynd frá Helgu G

Awkward family photo framtíðarinnar? - Mynd frá Guðrúnu Helgu

Geir og David við Seljalandsfoss

Guðný og Kiddi yndislegu brúðhjón

Inga og Kári yndislegu brúðhjón