Sarpur | Daglegt líf RSS feed for this section

Kaffi…

1 Feb

drekk ég ekki nema í neyð. Í dag var neyð. Skil núna hvað átt er við með rangeygð af þreytu. Svo ég bað kaffivélina uppi í vinnu vinsamlegast um að færa mér einn tvöfaldan espresso. Nú get ég ekki sofið og vil bara hlusta á diskótónlist og laffy taffy. Á fólk ekki að verða menningarlegt af kaffi og hlusta á Glenn Miller eða Billy Holiday? Ég held að ég drekki ekki kaffi aftur í bráð.

Fyrir kaffi

Eftir kaffi

Gleðilegt nýtt ár!

31 Des

Ekkert áramótauppgjör. Ætla bara að miða við áramótabloggfærsluna í fyrra. Sá þar nokkra fyndna punkta:

„Samkvæmt stjörnuspánni minni á árið 2005 að vera fullkomið. Ég mun til dæmis finna köllun mína í lífinu.“
Mjög gott ár. 4 og 1/2 stjarna af 5 mögulegum.Veit nú ekki um köllunina en ég er alla vega nær henni en í fyrra.

„Ég strengdi bara eitt áramótaheit; ég ætla að hætta að hugsa ljótt.“
Þetta áramótaheit entist í viku, hugsa ljótt á hverjum degi en er að reyna að minnka það og hugsa hlýlegar til náungans.

„Reyndar er eitt við nýja fullkomna árið sem skelfir mig, svona fullorðinslega séð, allt bendir nefnilega til þess að eftir ár verði ég 23 og hálfs, flutt að heiman til útlanda og með BS gráðu í þokkabót sem er svolítið skerí.“
Haha, allt rættist þetta sem betur fer og var ekkert ógnvænlegt þó ég sé reyndar flutt heim aftur í bili.

Áramótin 2003-4 virðist ég hafa strengt heit í leyni og gleymt þeim samstundis en ég fann gömlu áramótaloforðin mín frá því 2002-3:

1. Ásdísi lofa ég að vera duglegri í leikfimi…2var í viku MINNST nema þegar það eru próf (gildir til ágúst 2003).

2. Geir lofa ég að vera duglegri að læra.

3. Freyju lofa ég að vera félagslyndari.

4. Ösp lofa ég að hætta naga neglur.

5. Ölmu lofa ég að vera duglegri að skrifa bréf (gildir þar til hún kemur heim).

6. Óttari og Jens lofa ég að vera duglegri að taka til í bílnum.

7. Palla lofa ég að vera duglegri en hann að taka til í herberginu mínu.

Að lokum auglýsi ég eftir ábyrgðarmanni sem vill taka það að sér að sjá til þess að ég lesi að meðaltali eina bók á mánuði sem er ekki skólabók.

Ekkert þessara loforða stóð ég við og ég er enn löt í leikfimi og við lærdóminn, tek ekki til í herbergi og bíl, naga neglur af áfergju, skrifa engin bréf og er nógu ófélagslynd til að það fari í taugarnar á fólki. En ég er farin að lesa aðeins fleiri bækur kannski á kostnað félagslyndisins. Það er samt mjög fyndið að lesa þetta þar sem að áramótaheitin sem ég íhugaði að setja í ár voru alveg eins og þessi að því viðbættu að ég ætlaði að byrja taka lýsistöflur. Þar sem ég veit ég stend ekki við þau ætla ég ekki einu sinni að reyna að strengja þau.

Áramótaheitið er því:

Byrja að taka lýsis- og fjölvítamíntöflur á hverjum morgni

Sumir dagar…

16 Des

eru svo skrítnir að það er ekkert hægt að gera nema hlusta á Bing Crosby eða Glenn Miller.

Nú get ég dáið sæl…

13 Des

og kvatt með stæl því að í gærkvöldi var uppfylltur minn helsti æskudraumur. Svo vildi nefnilega til að mér gafst tækifæri á að fara á Karaoke-bar með japönskum og kóreskum business-mönnum. Það eru ekki ýkjur þegar ég segi að þetta var toppur ferðarinnar! Sake, sushi og Cyndi Lauper! Myndbandsupptökur af atburðinum verða til sýnis á heimili mínu kvöldið 20. desember fyrir áhugasama.

Þjóðremba

10 Des

Gamanleikrit úr nútímanum með tveimur leikendum:

Palli says:
við erum fallegasta fólk í heimi
Valla says:
já er það
Palli says:
það eru nú ekki mörg lönd sem eiga 4 heimsfegurðardísir
Valla says:
serstaklega ekki svona fámenn
Palli says:
einmitt
Palli says:
oog það var símakosning
Palli says:
sem hefði eiginelga átt að útiloka okkur
Valla says:
en ég var á leiðinni í sturtu
Valla says:
svo ég yrði landi og þjóð ekki til skammar ef ég fer út í dag
Palli says:
hehehe farðu í sturtu og gerðu þig sætari
Palli says:
hahahaha
Palli says:
þú getur það nú ekki
Palli says:
þú getur hugsað sem svo
Palli says:
ef þú ert ljót á íslenzkan mælikvarða
Palli says:
máttu vera viss um að vera stunning á mælikvarða allra annarra ríkja
Valla says:
hahha bjargaðu þér út úr þessu
Palli says:
svo þú ert safe meðan þú ert erlendis
Palli says:
þúst ljót = illa tilhöfð þann daginn
Valla says:
hahahah
Palli says:
ekki ljót í merkingunni alltaf
Valla says:
ég posta þetta á blogginu palli
Palli says:
því svoleiðis kvenfólk er víst ekki til hér á landi
Palli says:
hahahahahhaha
Palli says:
úff þú færð komment

Pósturinn var birtur með samþykki beggja aðila og var engu breytt nema teknir voru úr hlutar sem komu málinu ekki við.

Þakkargjörðarhelgin í skeytastíl

1 Des

Fimmtudagur: Þakkargjörð, ég þakkaði pent. Fékk dýrindismat hjá Siggu systur Ragnheiðar Helgu og þakka kærlega fyrir mig.
Föstudagur: Brunað til Boston. Ökumaður: Geir, kortalesari: Valgerður. Gekk vel og villtumst sjaldan. Ég er góð á kortunum þó ég segi sjálf frá og Geir er rólyndismaður að þola pirringskomment eins og: „það meikar ekkert sens að beygja hér til vinstri þá værum við að fara í HRING!“ Dagurinn fór í keyrslu, Cambridge og Cheesecake Factory. Hef enn ekki lagt í Peanut Butter Cookie Dough Chokolade Chip Cheesecake en kannski áður en ég fer. Hápunkturinn var ljótasti Diner í heimi.

Laugardagur: Rölt um Boston, Freedom Trail, bókabúðir og H&M. Vorum á áhafnarhóteli þannig að ég heyrði ekkert nema íslensku. Blendnar tilfinningar. Mig langar heim en samt ekki. Endað á fínasta veitingastað sem Brynja mælti með.
Sunnudagur: Keyrðum heim.
Myndir koma bráðum ef ég nenni. Mæli samt ekki með þeim þar sem áhugamál mín eru að taka myndir af dauðum hlutum, húsum og Geir.

Valla Hall

6 Nóv

Vegna veðurs drifum við DJ Geiri okkur til New York borgar áðan. Að sjálfsögðu var það gaman, en hápunktur ferðarinnar var hins vegar að sitja við tjarnarbakkann í Central Park og hlera samræður innfæddra. Ungur háskólapiltur sat fyrir aftan og ræddi skelega um andans mál við vinkonu – Woody Allen style – þetta var yndi, eins og að vera statisti í Everyone Says I Love You en ég skammast mín samt fyrir að hafa flissað svona mikið.