Síðustu daga hef ég verið í brjáluðu jólastuði. Hvað veldur veit ég ekki þar sem það er 19°C og sól. Kannski er ég bara svona náin IKEA að jólin koma á sama tíma hjá mér og IKEA jafnvel þó ég hafi ekki farið í IKEA í nokkrar vikur 😉
Svo langar mig að plögga Naflakusk, hljómsveitina hennar Guðrúnar Helgu. Þau spila á GrandRokk á miðvikudaginn kl. 22.30 þannig að ef þið eigið Airwaves passa lesendur góðir, þá drífið ykkur! Uppáhaldslagið mitt er MADS (sjá www.myspace.com/naflakusk) og ef þið þurfið útskýringar á textanum þá sendið mér póst.