Sarpur | Fréttir og hugleiðingar RSS feed for this section

Jól og plögg

14 Okt

Síðustu daga hef ég verið í brjáluðu jólastuði. Hvað veldur veit ég ekki þar sem það er 19°C og sól. Kannski er ég bara svona náin IKEA að jólin koma á sama tíma hjá mér og IKEA jafnvel þó ég hafi ekki farið í IKEA í nokkrar vikur 😉

Svo langar mig að plögga Naflakusk, hljómsveitina hennar Guðrúnar Helgu. Þau spila á GrandRokk á miðvikudaginn kl. 22.30 þannig að ef þið eigið Airwaves passa lesendur góðir, þá drífið ykkur! Uppáhaldslagið mitt er MADS (sjá www.myspace.com/naflakusk) og ef þið þurfið útskýringar á textanum þá sendið mér póst.

Tilkynningarskyldan…

3 Okt

Undur og stórmerki, ég er á lífi og meira að segja nokkuð hress ef frá eru taldar harðsperrur í vinstra læri. Það er búið að vera (og er enn) mjööög mikið að gera. Skemmtilegast var að fá Ösp í heimsókn og fara með henni til New York þar sem við sameinuðum krafta okkar og matarást. Þessi kræsingaferð verður seint toppuð að miklu leyti þökk sé Ragnheiði Helgu en hún er einn besti gestgjafi sem sögur fara af. Leiðinlegast var að fara að heiman þó að það hafi líka verið mjög gaman að koma út. Þessi togstreita fylgir víst. Finnst sárast að missa af Airwaves tónleikunum hjá Guðrúnu Helgu 😦 Svo er skólinn kominn í gang og þar fyrir utan erum við Geir byrjuð í tennis (=> harðsperrur í vinstra læri) ásamt því að ég skellti mér á teikninámskeið til að rifja upp gamla takta frá því í 10. bekk.