Sarpur | Hugleiðingar RSS feed for this section

Trúnó

26 Júl

Þessi hugleiðing er tileinkuð henni Eddu minni. Edda skilur nefnilega undarlegheitin í mér því hún er eins. Við syrgjum báðar. Hún syrgir Seinfeld, ég syrgi smásagnasafnið mitt. Af hverju þurfa góðir hlutir að taka enda?

 

The list

16 Jan

Mér finnst ekki gaman til þess að hugsa að ef minn elskaði Geir væri með lista yfir frægar persónur til að sofa hjá þá væri bara ein manneskja á honum…Jack Bauer.

Couch Potato

15 Jan

Núna stuttu eftir áramót gerði ég lífsstílsbreytingu. Hún fólst í eftirfarandi:
1. Sitja í Lazy-boy eða liggja upp í rúmi
2. Ekki borða, bara drekka sykraða drykki
3. Horfa á sjónvarp/DVD minnst 18 klst per sólarhring
4. Ekki tala við fólk utan fjölskyldunnar nema gegnum tölvu eða sms
Hélt þetta væri minn draumalífstíll en ég get ekki sagt að ég mæli með þessu, sérstaklega ekki lið 2. Er ég hætt að elska iðjuleysið?
Ps. Þessi pistill er til að bæta fyrir vöntun á pistlum þessarar gerðar annars staðar. Var að velta því fyrir mér að skrifa smá um brjóstsviða en hætti við.

Menningarmunur

14 Nóv

Í dag átti ég í löngum samræðum við vini mína tvo frá Taívan um hin margumræddu písmerki á myndum og komst að því að þau héldu bæði að þetta væri universal og international fyrirbrigði. Einnig kom í ljós að þetta þýðir vanalega victory en ekkert endilega peace og að enginn nema ég hafði hugmynd um dónalega merkingu öfugra peacemerkja. Skemmtilegasta útskýringin var samt að ef tvö písmerki eru sett upp að andlitinu þá virkar það mjög grennandi. Frá písmerkjaumræðunni var skoppað beint yfir í hversu erfitt væri að þekkja hvítt fólk í sundur og meta aldur; allir frá 20 til 40 gætu verið jafngamlir þess vegna og svo hvort ég sæi mikinn mun á Kóreubúum, Tævönum, Kínverjum og Japönum. Að lokum var svo rætt um það hvað væri nægilegt til að hópur fólks gæti talið sig þjóð, skilgreiningin sem virðist vera kennd í Taívan er sú að til þessa þurfi mynt, her, stjórnkerfi og tungumál. Ísland er semsagt ekki þjóð. Þetta vissi ég ekki og fannst merkilegt 🙂
Jibbí kóla! Svo pöntuðum við okkur hótel í Boston á kjaraprís og núna er www.travelocity.com uppáhalds síðan mín 🙂