Sarpur | Nöldur RSS feed for this section

Nýtt lúkk, nammi og röfl

30 Des

Gleymdi að ég skulda, vil ekki enda árið í skuld. Sjóndaprir sem vilja nammið sitt láti mig því vita. Í boði eru Hersey kossar, Reese’s peanut butter cups, bland í poka eða þristar.

Þar sem 2006 er að verða búið og mér finnst óþarfi að sofa á nóttunni eftir að hafa þrísnúið sólarhringnum þá breytti ég útliti bloggsins.

Nú svo verð ég að ergja mig á tvennu. Annars vegar fólki sem segir „ég hata ekki“ þegar það ætlar í raun að segja að því líki eitthvað og hins vegar fólki sem talar um sjálft sig í þriðju persónu og vísar til sín sem karlsins, gæjans, konunnar eða einhvers orðs með ákveðnum greini. Þeir sem segja „[3p et / orð með ákveðnum greini] hatar ekki“ fara mest í taugarnar á mér. Tillaga að áramótaheiti fyrir karlinn, gæjann, konuna sem hatar ekki er því að hætta þessu, þetta er asnalegt. Mér finnst samt voðalega gott að lifa lífi þar sem ég get leyft mér að láta þetta fara mest í taugarnar á mér af öllu 🙂

Að lokum vil ég þakka singstar félögum fyrir kvöldið. Eyru mín verða aldrei söm eftir þetta fusion af kórsöng, falsettu og ég veit ekki hverju.

Popp og kók

5 Nóv

Við Geir ákváðum að kóróna letikast seinustu þriggja daga með því að fara og sjá myndina The Prestige. Myndin er góð og sérstaklega Christian Bale sem hefur aldrei leikið í lélegri mynd svo ég viti til og mæli ég með henni. Við gerðum hins vegar þau mistök að kaupa tilboð sem bauð upp á miðstærð á kóki og nachos. Þegar við sáum miðstærðina fór ég að hlæja því að miðstærð er meira en lítri og ég er ekki að ýkja. Við báðum því um litla kók og það var sennilega svona 0,7 lítrar. Þess má geta að vanalega ef þú kaupir stóra kók þá fylgir frí áfylling. Gaurinn sem seldi okkur kókið virtist samt sjá firringuna í þessu því hann fór líka að hlæja. Svo því að ég er auli og veit ekki muninn á salsa og guacamole þá fengum við heilt glas af guacamole með nachosinu. Við fórum því inn með næstum tvo lítra af gosi, nachos og glas af guacamole flissandi eins og fífl. Ég skil núna betur offituvandann hér í USA.  

Topp 10 ellimerki

13 Júl
  1. Hárið á þér er farið að detta af og þynnast ískyggilega.
  2. Þú hittir „stelpuna“ sem passaði þig þegar þegar þú varst lítil á IKEA útsölu. Hún hrekkur í kút yfir ellimerkjum þínum og segist aldrei venjast því að sjá þig svona fullorðna. Þú fattar að barnapían er bara einu ári eldri en kærastinn þinn.
  3. Þú sannfærist endanlega um það að rás 2 sé besta stöðin og Gufan er farin að vinna ískyggilega á.
  4. Foreldrar þínir eru farnir að reka á eftir því að þú flytjir út svo að þú flytur inn í raðhús.
  5. Þér finnst fátt skemmtilegra en vinnuumræður um bilaða prentara, veðrið og vöðvabólgur.
  6. Föstudagar eru off sem djamm dagar því þá ertu svo agalega þreytt eftir vikuna.
  7. Mamma þín fær lánuð föt hjá þér og þú hjá henni.
  8. Félagsviðburðir vikunnar samanstanda af ferðum í sumarbústaði, golfi og heimsóknum til ömmusystra þinna. Þú hittir vinkonur þínar bara í hádegismat.
  9. Mömmu þinni finnst þú vera á seinasta sjens á að fara í „stelpuferðir“.
  10. Allir eru farnir að yngja upp.

Lokavísbendingin er svo að þú ert alveg sátt/ur við atriði 1. til 10. og allir aldurskomplexar eru horfnir sem dögg fyrir sólu því þeir „eru svo barnalegir“.

Ellikelling

4 Apr

Frá því ég lagðist í flensu hef verið með eindæmum andlaus. Blogg, msn, símtöl og allt sem viðkemur samskiptum hefur reynst mér hin mesta þrekraun. Þess vegna hefur verið lítið um færslur hér. En nú ætla nú að gera heiðarlega tilraun til þess að skrifa hér pistil sem inniheldur hvorki netpróf né tengil á aðra vefsíðu.
Efnistökin standa nærri hjarta mínu. Af titlinum er ykkur vafalaust farið að gruna hvað koma skal. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór að reikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að það boðar sjaldnast gott. Í þetta sinn voru reikningarnir triggeraðir af því að það eru tæpir 2 mánuðir í 24 ára afmælið. Dæmið er eftirfarandi: 24 + 6 = 30. Hljómar viðráðanlegt. Ég verð semsagt þrítug að sex árum liðnum. Allt í góðu. Síðan tók við næsta dæmi 24 – 6 = 18. Þá kárnaði gamanið. Hvernig getur það staðist að það sé jafnlangt síðan ég var 18 og þangað til ég verð þrítug? 5. bekkur? Gerðist í gær. Aftur á móti jafngilda árin 30 soccer mom á station bíl í mínum huga. Þessu velti ég svo fyrir mér í nokkra daga og var eiginlega orðin dálítið komplexuð yfir því.
Lausnin kom úr óvæntri átt. Í gær fékk ég þann heiður að mega sitja með 5 ungmeyjum á menntaskólaaldri í fjölskylduboði. Gömul kelling my ass, aldurskomplexar hurfu eins og dögg fyrir sólu! Eftir svona hálftíma spjall um partý, stráka, föt og bílpróf rann það hins vegar upp fyrir mér að sennilega er ég ekki 18 ára inni mér lengur og 24 ár eru ekki svo slæm. Ég verð alla vega alltaf yngri en Geir 🙂

Make tea not love

It’s the end of the world as we know it

15 Mar

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1190619
Þarf ég þá að læra að sauma?

Flugdólgur

13 Mar

Varúð, það sem eftir kemur er einungis nöldur og ekkert merkilegt, þeir sem ekki nenna að lesa takið þetta: http://kevan.org/johari?name=valgerdurg
Ég fæ ekki innilokunarkennd í of þröngum vettlingum eins og Freyja en sjitt hvað ég get fengið mikla innilokunarkennd í flugvélum og lestum. Ferðin heim í nótt var sérstaklega erfið því í fyrsta lagi var lesljósið bilað, í öðru lagi sat ég í gluggasæti við hlið sofandi armrest-frekju, í þriðja lagi sat ég fyrir aftan konu (sem ég hélt að væri karl og sagði sir við en sem betur fer heyrði hún það ekki) sem hallaði sér aftur ALLA FOKKINGS FERÐINA og í fjórða og versta lagi þá gat ég ekki hallað mínu sæti aftur til að vinna á móti sir kellingu fyrir framan. Ég verð mjög mjög ofbeldishneigð í svona aðstæðum og var byrjuð að sparka laumulega í sætið hjá sir kellingu sem virtist ekkert haggast! Er ég orðinn flugdólgur? Þetta var verra en að vera í kringlunni 22. desember.

Flippidíflopp og náttbuxur

14 Nóv

Kallið það menningarsjokk, kallið það heimþrá, kallið það jafnvel rasisma og þröngsýni en ég get ekki hætt að undra mig á klæðnaði ungra kvenna hér í borg! Hvers vegna spranga þær enn um galvaskar í flipflopinu og náttbuxunum? Það er kominn nóvember! Eina breytingin er að núna er komið púffvesti yfir hlírabolinn 😦 Kræst.
Ég hata líka Fahrenheit gráður meira en allt! Rakel, Ásdís og Helga vita afhverju 🙂