Sarpur | Steikt RSS feed for this section

Steik…

8 Jan

Áðan var ég að taka til og fann þá poka frá versluninni Forever 21 sem er góð búð bæði fyrir sparsama og aldurskomplexaða. Jæja, það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að neðst á pokanum stendur John 3:16 (með fylgir minnsta mynd í heimi af pokanum). Ég hugsaði strax nei hættið nú alveg þarna klikkuðu repúblikanarnir ykkar (þetta eru fordómar og ég veit það og er að reyna vinna í þeim, þessir fordómar mínir eru aðallega byggðir á Ann Coulter sem ég hata eins mikið og hægt er að hata einhvern sem maður aldrei hefur hitt) en eftir gúgl og grams á netinu komst ég að því að eigandinn er guðhræddur Kóreubúi sem nýtir innkaupapoka sem einhvers konar trúarjátningu. Fordómunum þar með troðið ofan í kok. Spes samt…

img_0807-1.jpg

Where the hell is Matt?

11 Sep

Ég held það sé ótrúlega gaman að vera þessi gaur: http://www.wherethehellismatt.com/index.html. Sýnir bara að það skiptir engu máli þó að fólk sé gjörsneytt öllum takti og danshæfileikum.

Foreldrar

23 Ágú

 

Nú verður Edda glöð. Við Geir urðum foreldrar í gær. Við eigum son. Ég vissi þetta ekki sjálf en Eva sagði mér það og ég trúi henni. Sonur okkar heitir Jósef Castanon og hefur mestan áhuga á kvikmyndaleik. Hann er voða þægur eins og foreldrarnir og gerir aldrei neitt af sér. Þetta er aldeilis fullorðins.

Ekkert Pantene Pro V á þessum bæ

4 Maí

Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1199646
Við Davíð virðumst nota sama sjampó þar sem við erum bæði byrjuð að sléttast æði mikið seinasta árið. Nema náttúrulega hann hafi keypt sér sléttujárn, hver veit. Tískan er nú ekki beint búin að vera liðvænleg (þá á ég við náttúrulega liði kæru slétthærðu vinir sem munu mótmæla þessari fullyrðingu) núna í nokkur ár og kannski hefur karlinn bara ákveðið að láta undan firrtum útlitskröfum samfélagsins.

Maddama, fröken, frú

29 Apr

Mikið væri gaman að vera skráð sem fröken í símaskránni. Samkvæmt www.ja.is þá eru aðeins þrjár starfandi frökenar á Íslandi og því væri kjörið fyrir mig að verða sú fjórða. Reyndar er aðeins ein ungfrú en ég er þó það mikil hópsál að ég treysti mér ekki í ungfrúnna. Svo vil ég alls ekki vera frú strax enda eru þær mun fleiri (í raun skuggalega margar, mæli með að fletta því upp) en frökenar og ungfrú til samans, ekki jafnmiklir atvinnumöguleikar á því sviði. Því miður eru engir herramenn á Íslandi. Kannski eru þeir of hógværir til að titla sig rétt. Hver veit.

Fröken í fullum skrúða

Örkin hans Ole

21 Feb

http://en.wikipedia.org/wiki/Norwegian_Seed_Bank
…bara fyndið því þetta er norskt.

Kvennakvöld Létt 96,7

15 Feb

var haldið á veitingastaðnum Caruso í gærkvöldi. Gekk skemmtunin glimrandi vel fyrir utan nokkra feminíska mótmælendur sem sjatnaði þó í eftir að þær voru hlutgerðar af æstum verkamönnum. Valinn var kynþokkafyllsti karlinn og þótti undrum sæta að Garðar Thor hélt ekki titlinum frá því fyrir jól.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá atburðinum:

Kynþokkafyllsti karlinn ásamt Bjarnheiði Beamíu. Engar áhyggjur, þau eru bara vinir.

Þessar kátu stúlkur voru sáttar með kosninguna, þó þær hefðu kosið Anders Fogh

Skipuleggjendur fagnaðarins voru þær Guðríður og Sara

Úps…

13 Feb

Gleymdi víst að óska henni Ástu til hamingju með 18 ára afmælið. Þetta kemur ekki fyrir aftur. Respect!

Ágætt…

9 Des

Masa sem er japanskur félagi minn úr skólanum tilkynnti mér í dag að hann þekkti Darby frá Íslandi! Ég hváði og sagðist engan Darby þekkja. Jújú. Darby hlyti ég nú að þekkja, hann hefði nú einu sinni verið forsætisráðherra. Meðfylgjandi er mynd af Darby karlinum.

Fórum líka í góða myndagetraun í dag. Sett var upp mynd af Adolf Hitler og það fyrsta sem kallað var CHARLIE CHAPLIN! Þetta var ekki grín.

Það kitlaði óneitanlega hláturtaugarnar

21 Nóv

þegar vinur hans Geirs lýsti Arnold Svartanaggi í spandex: „He looks like a handful of walnuts stuffed into a condom!“ Ég er ekki frá því að það sé bara þó nokkuð til í þessu hjá honum.