Sarpur | Tilkynningar RSS feed for this section

Foreldrar

23 Ágú

 

Nú verður Edda glöð. Við Geir urðum foreldrar í gær. Við eigum son. Ég vissi þetta ekki sjálf en Eva sagði mér það og ég trúi henni. Sonur okkar heitir Jósef Castanon og hefur mestan áhuga á kvikmyndaleik. Hann er voða þægur eins og foreldrarnir og gerir aldrei neitt af sér. Þetta er aldeilis fullorðins.

Nýtt blogg

24 Júl

Ok, nú er þetta officially nýja bloggið MITT. Vinsamlegast breytið tenglum ef þið eruð með þannig. Eftir mikið basl við ósamrýmanlega kóðun á bloggum okkar tókum við Geir sameiginlega ákvörðun um að við værum sennilega betri sem bloggeinstaklingar en ekki ein bloggheild. Takk fyrir.

32 – 28

11 Jún

…sjitt hvað með líður vel í hjartanu mínu núna!

Hamingju með afmælið elsku Geir!

6 Maí

Takk fyrir að vera alltaf miklu eldri en ég 🙂

Tilkynning til áhugamanna um frægt fólk og frægumannakeppnir

2 Nóv

Sá enga aðra en Fantasiu sem sigraði American Idol, reyndar fyrir löngu en mig vantar bloggefni. Sá líka gaurinn sem leikur sálfræðinginn í Law and Order: SVU. Hann fer samt kannski á gráa svæðið ásamt David Hasselhoff og Jai úr Queer Eye því ég er ekki alveg viss um hann, vissi bara að hann var með fyrirlestur hér á svæðinu og ég held ég hafi séð hann. Nú þarf ég bara að rekast á gaurinn úr Extreme Makeover: Home Edition eða aukaleikara úr CSI og þá get ég dáið sátt.