Apparently, my life has a soundtrack

28 Nóv

Áðan var ég í drulluvondu skapi og blótaði hástöfum á íslensku þar sem lestarkerfið hérna í New Jersey er algjört krapp og það tók mig samtals 5 tíma að komast í og úr skólanum. Þegar ég var að labba heim náði pirringurinn hámarki þangað til ég heyrði allt í einu undurfagran kórsöng. Laglínan sem þau sungu var: „You can’t always get what you want but if you try sometime, you just might find you get what you need“. Eftir þetta var eiginlega ekki hægt að vera í fýlu, sérstaklega þar sem þegar ég loksins kom heim voru 4 dádýr fyrir utan húsið okkar. New Jersey er samt heimsins stærsti Garðabær, ég fer ekki ofan af því.

Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum

25 Nóv

Héðan er mjög lítið að frétta. Október og nóvember hafa þotið hjá og vegna anna hefur lítið gerst markvert. Bara skóli og aftur skóli. Ég kem heim eldsnemma 18. desember og verð alveg til 6. janúar. Get ekki beðið eftir að koma heim og fara í almennilega íslenska sturtu (bandarískar sturtur eru glataðar) og hitta alla, þið viljið sennilega að ég fari í sturtuna fyrst 😉 Skólinn er búinn hjá mér 11. desember og því hef ég næstum því mánuð í jólafrí! Þetta hefur aldrei gerst áður og ég er hreinlega ekki alveg viss hvernig eigi að haga sér í svona lúxus! Núna á fimmtudaginn var þakkargjörðarhátíðin og þess vegna er búið að vera frí frá því á miðvikudag. Á miðvikudaginn skellti ég mér svo til NY til að hitta Ragnheiði. Við keyptum næstum allar jólagjafirnar og svo fórum við í bíó. Ragnheiður á hrós skilið fyrir að þola svona lengi við með mér í H&M. Við buðum síðan vini Geirs í mat hjá okkur á fimmtudaginn og heppnaðist það bara ótrúlega vel. Á föstudaginn kláruðum við síðan jólagjafainnkaupin (black friday) með góðri samvisku þangað til að ég fattaði í gær að kauplausi dagurinn var á föstudag í USA en ekki á laugardag eins og ég hélt. Jæja ég tók alla vega þátt í kauplausa deginum á laugardaginn.

Ruslpóstur

17 Nóv

í dag fékk ég eitt skemmtilegasta spam sem ég hef fengið:

Smart people buy pi, please contact us.

Drexel í fréttum

2 Nóv

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365538/3 Af hverju töluðu þau ekki við mig? Djók 😉 Ég hefði samt verið meira en lítið til í að fá miða á þessar kappræður en því miður voru bara 100 miðar á 20.000 nemendur.

Frábært!

21 Okt

Ég hef lengi saknað Adidas hettupeysunnar sem ég átti í 8. bekk. Hún var svört með hettu og ég notaði hana mjög mikið. Því varð ég mjög glöð þegar ég fann þetta á netinu: http://www.knitty.com/ISSUEspring03/PATTjanda.html Jibbí, nú get ég bara prjónað annað eintak!

Jól og plögg

14 Okt

Síðustu daga hef ég verið í brjáluðu jólastuði. Hvað veldur veit ég ekki þar sem það er 19°C og sól. Kannski er ég bara svona náin IKEA að jólin koma á sama tíma hjá mér og IKEA jafnvel þó ég hafi ekki farið í IKEA í nokkrar vikur 😉

Svo langar mig að plögga Naflakusk, hljómsveitina hennar Guðrúnar Helgu. Þau spila á GrandRokk á miðvikudaginn kl. 22.30 þannig að ef þið eigið Airwaves passa lesendur góðir, þá drífið ykkur! Uppáhaldslagið mitt er MADS (sjá www.myspace.com/naflakusk) og ef þið þurfið útskýringar á textanum þá sendið mér póst.

Tilkynningarskyldan…

3 Okt

Undur og stórmerki, ég er á lífi og meira að segja nokkuð hress ef frá eru taldar harðsperrur í vinstra læri. Það er búið að vera (og er enn) mjööög mikið að gera. Skemmtilegast var að fá Ösp í heimsókn og fara með henni til New York þar sem við sameinuðum krafta okkar og matarást. Þessi kræsingaferð verður seint toppuð að miklu leyti þökk sé Ragnheiði Helgu en hún er einn besti gestgjafi sem sögur fara af. Leiðinlegast var að fara að heiman þó að það hafi líka verið mjög gaman að koma út. Þessi togstreita fylgir víst. Finnst sárast að missa af Airwaves tónleikunum hjá Guðrúnu Helgu 😦 Svo er skólinn kominn í gang og þar fyrir utan erum við Geir byrjuð í tennis (=> harðsperrur í vinstra læri) ásamt því að ég skellti mér á teikninámskeið til að rifja upp gamla takta frá því í 10. bekk.

Valgerður.is

29 Ágú

Þetta er ótrúlega fyndið: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1288279 . Kannski ég ætti að fá mér www.valgerður.is og stæla frú Valgerði Sverrisdóttur? Hún hefur lengi verið með lénið www.valgerdur.is. Það er samt svo margt sem mælir á móti því. Í fyrsta lagið get ég alls ekki verið svona fierce á svipinn, í öðru lagi er ég mjög viðkvæm fyrir því að vera kölluð frú Valgerður (þó það gerist asnalega oft) og síðast en ekki síst myndu ónefndir og ófyndnir aðilar gera mig vitlausa með framsóknarbröndurum. En jámm, fyndin pæling.

Auglýsing: Hefur þú rekist á máltilfinningu Valgerðar?

28 Ágú

Fyrir um ári síðan flúði Valgerður land en varð þá fyrir þeirri ólukku að máltilfinning hennar tapaðist – sennilega hér á Íslandi frekar en í Bandaríkjunum. Við viljum því biðja alla – ferðalanga á leið til Bandaríkjanna sem og heimakæra Íslendinga að hafa augu, eyru og… önnur skynfæri opin þar sem þetta mun hafa verið mikill missir fyrir Valgerði sem og þá sem þurfa að standa í því veseni að eiga í reglulegum samskiptum við hana.

 Velunnarar Valgerðar

Could you date a philosopher?

20 Ágú

Your Score: Laidback Lover

You have 49% interest in philosophers, and 72% tolerance for them

You like philosophy, it’s fun to think about, and you can definitely handle talking about it more if your partner is into it. That’s great for you, but not so much for them. It’s going to take a little more work to make a relationship with a philosopher work for you.

Link: The Could You Date a Philosopher Test written by retrogradesonne on OkCupid Free Online Dating, home of the The Dating Persona Test