Jizzle to the fizzle – NÖLDURBLOGG VARÚÐ EKKI FYRIR JÁKVÆÐA

13 Feb

Er búin að vera veik heima í dag og ákvað því að reyna að blogga for once. Síðustu vikur hafa verið ansi pakkaðar hér á bænum. Sem betur fer er ég bara að taka tvo kúrsa, einn þægilegan og annan snældugeðveikan þar sem kennarinn setti fyrir massívt hópverkefni og skiptir um skoðun varðandi efnistök verkefnisins svona einu sinni í viku. Nú og svo þar sem ég er búin að ákveða að vera hér í nokkur ár í viðbót hef ég verið að reyna að sækja um social security number og endurinngöngu í skólann og og og og… Þau sem búa svo vel að því að hafa séð/lesið Ástrík og þrautirnar 12 ættu að skilja hvernig mér líður akkúrat.“Nei, þú þarft að fylla út bleikt eyðublað nr. 539s89AB áður en þú getur fyllt út grænt eyðublað nr. 4982AR9 það færðu á skrifstofunni niðri í bæ/á hæð 4/whatever“. Drexel er þekktur hér á svæðinu (alla vega meðal þeirra sem ég þekki) fyrir að vera dálítið mikið fyrir skriffinnsku og ekki bætir úr skák hvað ég er skapvond þegar þarf að eiga við hverslags eyðublöð. Nú sakna ég nemendaskrár svo mikið að mig langar að gráta hehe. Reyndar virðist sem ég sé komin með öll eyðublöð fyrir social security number og geti sótt um á mánudaginn og þá get ég byrjað að vinna sem research assistant 2 vikum á eftir áætlun. Jibbí! Sjáum til með endurinngöngu í skólann, ætla að geyma restina af því þar til í næstu viku þar sem það involverar alls konar deildarpólitík ofan á allt saman. Great!

Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér þegar ég þarf ekki að eiga við hópverkefni og eyðublöð (sennilega væri best fyrir mig að vera einbúi í anarkistaþjóðfélagi). Ég er byrjuð að mæta á labfundi þó ég sé ekki byrjuð að vinna og mér líkar bara mjög vel. Fólkið sem vinnur með mér er ótrúlega skemmtilegt og næs en það er samt ekki laust við að þrátt fyrir allan spenninginn þá er ég stundum að pissa í brækurnar yfir því hvað allir eru klárir og flinkir. Þetta er víst algengt fyrstu vikurnar en eftir nokkra mánuði lagast þetta vonandi hehe. Nú, við Ragnheiður Helga skelltum okkur á Þorrablót þar sem ég smakkaði hrútspunga og hákarl í fyrsta sinn. Þar hittum við Albínu og kærastann hennar og lentum með þeim á mjög skemmtilegu borði. Þarseinustu helgi fórum við Geir síðan í roadtrip með nýja GPS tækið sem við fengum í jólagjöf til New Hope (bær í nágrenninu sem fólk hefur verið duglegt að mæla með við okkur) en það gekk ekki betur en það að við fórum óvart til nágrannabæjarins Lambertville og föttuðum ekki fyrr en eftir svona korter að við vorum ekki í hinum margrómaða New Hope. Skemmtilegur bær engu að síður. Næst á dagskránni er síðan að fara einhvern tímann til Baltimore að skoða sædýrasafnið.

Í seinustu viku prófaði ég líka hugleiðslutíma (nú er ég búin að prófa tennis, tai chi, magadans og hugleiðslu) hjá fyndnasta gaur í heimi! Hann lítur út eins og Bubbi Mortens og segir eftir hverja einustu setningu: „yeah, and that’s very cool you know“. Dæmi: „OK, so sound is basically just waves, yeah, and that’s very cool you know“.  

Lofa að vera hressari næst þegar ég blogga hehe.

Auglýsingar

Væmið

21 Des

Geir er að koma til Íslands á morgun og ég hlakka ótrúlega til að sjá hann þó það séu bara 4 dagar síðan ég sá hann seinast. Vúhú! Þessi ógeðslega væmna færsla er afleiðing verstu þotuþreytu sem ég hef nokkurn tímann upplifað 🙂

Prófatíð

6 Des

Þar sem ég er í prófum og próflestur leiðir af sér ótæpilega netnotkun þá hendi ég hér inn bloggleik. Á þennan hátt hef ég líklega afsökun til að fara jafnvel enn oftar á netið. Svo vantar mig líka vini til að spila scrabble á facebook, það er ansi fær tímaþjófur.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…

Apparently, my life has a soundtrack

28 Nóv

Áðan var ég í drulluvondu skapi og blótaði hástöfum á íslensku þar sem lestarkerfið hérna í New Jersey er algjört krapp og það tók mig samtals 5 tíma að komast í og úr skólanum. Þegar ég var að labba heim náði pirringurinn hámarki þangað til ég heyrði allt í einu undurfagran kórsöng. Laglínan sem þau sungu var: „You can’t always get what you want but if you try sometime, you just might find you get what you need“. Eftir þetta var eiginlega ekki hægt að vera í fýlu, sérstaklega þar sem þegar ég loksins kom heim voru 4 dádýr fyrir utan húsið okkar. New Jersey er samt heimsins stærsti Garðabær, ég fer ekki ofan af því.

Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum

25 Nóv

Héðan er mjög lítið að frétta. Október og nóvember hafa þotið hjá og vegna anna hefur lítið gerst markvert. Bara skóli og aftur skóli. Ég kem heim eldsnemma 18. desember og verð alveg til 6. janúar. Get ekki beðið eftir að koma heim og fara í almennilega íslenska sturtu (bandarískar sturtur eru glataðar) og hitta alla, þið viljið sennilega að ég fari í sturtuna fyrst 😉 Skólinn er búinn hjá mér 11. desember og því hef ég næstum því mánuð í jólafrí! Þetta hefur aldrei gerst áður og ég er hreinlega ekki alveg viss hvernig eigi að haga sér í svona lúxus! Núna á fimmtudaginn var þakkargjörðarhátíðin og þess vegna er búið að vera frí frá því á miðvikudag. Á miðvikudaginn skellti ég mér svo til NY til að hitta Ragnheiði. Við keyptum næstum allar jólagjafirnar og svo fórum við í bíó. Ragnheiður á hrós skilið fyrir að þola svona lengi við með mér í H&M. Við buðum síðan vini Geirs í mat hjá okkur á fimmtudaginn og heppnaðist það bara ótrúlega vel. Á föstudaginn kláruðum við síðan jólagjafainnkaupin (black friday) með góðri samvisku þangað til að ég fattaði í gær að kauplausi dagurinn var á föstudag í USA en ekki á laugardag eins og ég hélt. Jæja ég tók alla vega þátt í kauplausa deginum á laugardaginn.

Ruslpóstur

17 Nóv

í dag fékk ég eitt skemmtilegasta spam sem ég hef fengið:

Smart people buy pi, please contact us.

Drexel í fréttum

2 Nóv

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365538/3 Af hverju töluðu þau ekki við mig? Djók 😉 Ég hefði samt verið meira en lítið til í að fá miða á þessar kappræður en því miður voru bara 100 miðar á 20.000 nemendur.