109875305131710838

14 Nóv

Formáli: Ég skrifaði þessa færslu 26. okt og ætlaði svo e-ð að laga hana en gleymdi því og gleymdi að ég hefði skrifað hana. Þetta er semsagt FERÐASAGAN sem frk. ógreidd bað um.

Back to life, back to reality

Jæja þá er ég komin aftur heim frá landi öfganna. Stutt stund milli stríða nýtt til bloggs enda hanga yfir mér mörg stór og vond verkefni sem hóta að bíta mig í rassinn ef ég dröslast ekki til að vera dugleg, metnaðarfull og ákveðin næstu vikuna. Svefngalsinn og sykurvíman halda mér samt vakandi svo það er alveg eins hægt að blogga. Best að rumpa af (stórskrítið orðatiltæki er örugglega að nota það vitlaust) eins og einni stuttri ferðasögu. Kann ekki að skrifa ferðasögur. Hmm…helst er frá því að segja að ég gerðist svo fræg að fara á Halloween ball í Harry Potter-sal. Komst að því að böll í Prinsatúni líkjast mjög böllum í Víðistaðaskóla á árunum 95-98. Sama lýsingin, sama tónlistin og mjög svipað nammi. Reyndar ekki alveg sömu félagsmiðstöðvasporin en félagsmiðstöðvaspor engu að síður. Ég get ekki beðið eftir að auka sporafjöldann á næsta ári 🙂 Get haldið tíma á sumrin ef áhugi er fyrir hendi. Nú svo fór ég í GRE tölvupróf sem gekk nú bara ágætlega, alla vega stærðfræðin, hitt var algjört kjaftæði en ég vissi það nú fyrir. Kynntist hressum leigubílstjóra frá Guatemala sem finnst HemmaGunn brandarinn-Hvað á að gera ef maður týnist í íslenskum skógi? fyndasti brandari í heimi (veit ekki alveg hvernig Guatemalískir brandarar eru) og gaf mér afslátt vegna skemmtanagildis. Komst að því að margir halda að við tölum breska ensku á Íslandi (?), svo var ein sem var ekki viss hvort Ísland væri í Bandaríkjunum og önnur sem hélt því fram að ef Íslendingum tækist að beisla alla metangas- og vetnisorkuna sem býr í landinu okkar þá yrðum við valdameiri en Bandaríkin. Já og eina sem var Bjarkar og Sigurrósarfan…gaman að hitta alla flóruna. Hvað fleira. Jú ég fór í 2 tíma röð og til að fara upp í Empire State og verð að segja að Sleepless in Seattle er ekki raunsæ mynd.

4 svör til “109875305131710838”

 1. Anonymous Sunnudagur, 14 nóvember 2004 kl. 15:29 #

  hin ógreidda thakkar skjót viðbrögð.
  frásögnin þótti henni hin ágætasta og er hún ögn afbrýðisöm vegna dansleiksins…

 2. Alma Mánudagur, 15 nóvember 2004 kl. 12:39 #

  Hvad meinardu med ad Sleepless sé ekki raunsae? Aetlardu ad eydileggja fyrir mér heimsmyndina?

 3. Geir Mánudagur, 15 nóvember 2004 kl. 19:22 #

  Alma, ég held hún eigi bara við það að í Sleepless in Seattle skellir fólk sér upp í Empire State með álíka fyrirhöfn og það skellir sér út 10-11. En að sjálfsögðu er myndin raunsæ að öllu öðru leyti 😉

 4. Valla Mánudagur, 15 nóvember 2004 kl. 19:29 #

  Minnsta kosti jafnraunsæ og Kate and Leopold með sömu leikkonu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: