Kaffi…

1 Feb

drekk ég ekki nema í neyð. Í dag var neyð. Skil núna hvað átt er við með rangeygð af þreytu. Svo ég bað kaffivélina uppi í vinnu vinsamlegast um að færa mér einn tvöfaldan espresso. Nú get ég ekki sofið og vil bara hlusta á diskótónlist og laffy taffy. Á fólk ekki að verða menningarlegt af kaffi og hlusta á Glenn Miller eða Billy Holiday? Ég held að ég drekki ekki kaffi aftur í bráð.

Fyrir kaffi

Eftir kaffi

5 svör til “Kaffi…”

 1. Arnþór L. Arnarson Miðvikudagur, 1 febrúar 2006 kl. 10:01 #

  Haha! 😀

  Hvar fékkstu þessa mynd af mér?

  Ég get samt svarið að ég hef misst nokkur kíló og er örlítið fölgrænari í dag en ég er þarna. Ég líka hættur að vera eins hræddur við tröppur og ég var. Nú rúlla ég bara stundum niður þær og stoppa líka miklu fyrr.

 2. Jonas Miðvikudagur, 1 febrúar 2006 kl. 20:29 #

  Ég hef verið að „cut back“ í kaffinu. En hurru ég var að fatta… ég veit ekki hvar þú ert að vinna! Ég vissi bara ekki einu sinni að þú værir að vinna. hmm hvað er málið?

  hmm?

  Jonathan er að fara svo illa með Kim og mér finnst að hún eigi bara að hætta þar og finna betri vinnustað þar sem er betra attitútt.

 3. Hildur Miðvikudagur, 1 febrúar 2006 kl. 22:47 #

  Hæ hæ við höfum báðar verið í kaffinu í dag, fékk mér svo marga bolla að ég get ekki talið þá ;)Allt gert til að halda sér vakandi:) Bætti þér við í linka vona það sé í lagi 😉 Kv Hildur

 4. Anonymous Fimmtudagur, 2 febrúar 2006 kl. 10:06 #

  Þetta hafa bara verið lyfleysu áhrif trúi því ekki að svona lítið magn af koffíni geti haft svona mikil áhrif.

  -Bitri vinnusjúklingurinn

 5. Ásdís Fimmtudagur, 2 febrúar 2006 kl. 17:07 #

  hehe ég trúi því sko alveg:) smá kók gerir mig ofvirka–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: