Ellikelling

4 Apr

Frá því ég lagðist í flensu hef verið með eindæmum andlaus. Blogg, msn, símtöl og allt sem viðkemur samskiptum hefur reynst mér hin mesta þrekraun. Þess vegna hefur verið lítið um færslur hér. En nú ætla nú að gera heiðarlega tilraun til þess að skrifa hér pistil sem inniheldur hvorki netpróf né tengil á aðra vefsíðu.
Efnistökin standa nærri hjarta mínu. Af titlinum er ykkur vafalaust farið að gruna hvað koma skal. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór að reikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að það boðar sjaldnast gott. Í þetta sinn voru reikningarnir triggeraðir af því að það eru tæpir 2 mánuðir í 24 ára afmælið. Dæmið er eftirfarandi: 24 + 6 = 30. Hljómar viðráðanlegt. Ég verð semsagt þrítug að sex árum liðnum. Allt í góðu. Síðan tók við næsta dæmi 24 – 6 = 18. Þá kárnaði gamanið. Hvernig getur það staðist að það sé jafnlangt síðan ég var 18 og þangað til ég verð þrítug? 5. bekkur? Gerðist í gær. Aftur á móti jafngilda árin 30 soccer mom á station bíl í mínum huga. Þessu velti ég svo fyrir mér í nokkra daga og var eiginlega orðin dálítið komplexuð yfir því.
Lausnin kom úr óvæntri átt. Í gær fékk ég þann heiður að mega sitja með 5 ungmeyjum á menntaskólaaldri í fjölskylduboði. Gömul kelling my ass, aldurskomplexar hurfu eins og dögg fyrir sólu! Eftir svona hálftíma spjall um partý, stráka, föt og bílpróf rann það hins vegar upp fyrir mér að sennilega er ég ekki 18 ára inni mér lengur og 24 ár eru ekki svo slæm. Ég verð alla vega alltaf yngri en Geir 🙂

Make tea not love

13 svör to “Ellikelling”

  1. Geir Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 1:28 #

    En ég er fjögurra ára inni í mér og verð alltaf…

  2. Jonas Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 8:34 #

    „Eftir svona hálftíma spjall um partý, stráka, föt og bílpróf“ Múahhahahahahahha.

  3. Anonymous Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 9:08 #

    snillingur Valgerður, mjög góður pistill í alla staði.

    Ég er samt nastí stelpa og vil benda þér á það að hegðun þín í gærkveldi var frekar fertug eitthvað 😉

  4. Valla Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 9:14 #

    Hahaha ég veit upp á mig sökina! Telst kannski seint „24 ára“-hegðun að vilja frekar vera heima að horfa á CSI en að fara á tónleika 🙂

  5. Freyja Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 12:17 #

    hehehehe 🙂 Ég er ekkert í þessum aldurskomplexum, er ung á flestum stöðum sem ég kem (passa mig á menntaskólakrökkunum) og því finnst mér einmitt alltaf vera barn…

  6. Helga Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 22:07 #

    heheh já fyndið! Ótrúlegt þetta hvað manni finnst maður alltaf vera gamall, ég held að hugsunarhátturinn hjálpi alveg til við það hehe
    Eftir að ég áttaði mig á því að ég er yngsti starfsmaður í öllum Seðlabankanum (yfir 100 manna vinnustaður) fíla ég mig í botn! 🙂

  7. bjarnheidur Þriðjudagur, 4 apríl 2006 kl. 22:24 #

    Trallarahoppoghí 🙂 Gaman að fá pistil aftur!

    Bráðum verður mamma búin að lifa í 57 ár en hún segist ennþá vera svona 25 í hvernig-manni-líður-árum. Háskólaárin voru í gær fyrir henni. Eigum við ekki að stefna á að vera líka þannig? Ég alla vega fíla mig ekki mjög frúarlega enn sem komið er 😉

    Þaldégnú.

  8. Alma Miðvikudagur, 5 apríl 2006 kl. 11:27 #

    Ég held að við verðum bara að gera okkur grein fyrir því öll (sérstaklega ég og enn meira Geir) að við erum eldgömul og að það er bara svindl að koma sér inn í hóp elliheimiliskerlinga til að geta verið yngst í hópnum. Nú er kominn tími til að undirbúa sig fyrir fótboltamömmuhlutverkið, fara að bera á sig hrukkukrem og…æi nei, verum bara börn.

  9. Anonymous Miðvikudagur, 5 apríl 2006 kl. 16:21 #

    Snilldar pistill…..já 24 er frekar scary tala….er ekki bara málið að hætta að reikna???;)

    Brynja

  10. beamia Miðvikudagur, 5 apríl 2006 kl. 22:20 #

    Til lukku með skólavistina Valla mín! 🙂

  11. Jonas Fimmtudagur, 6 apríl 2006 kl. 1:11 #

    er ekki 24 uppáhaldið hans Geirs?

  12. Sigrún Þöll Laugardagur, 8 apríl 2006 kl. 16:06 #

    Hahaha…annars finnst mér 30 ekkert svo mikið lengur svona miðað við það þrítuga fólk sem ég þekki.. 🙂

  13. Arnþór L. Arnarson Mánudagur, 10 apríl 2006 kl. 15:13 #

    Make tea not love. Gull! Gullinn frasi. Sérstaklega undir einmitt þessari mynd, kona í bleikri peysu með hvítt hár. Hm.. þetta er svona eitthvað sem klístrast við heilan á fólki eins og mér, og situr þar fast. Og svo einn daginn eftir tíu ár, jafnvel þegar ég er kominn með hvítt hár og kominn í bleika peysu, þá sprettur þessi frasi upp í hugann og ég á eftir að detta inn á þessa síðu í huganum. Svo mun ég bara hrista höfuðið og súpa af teinu mínu.–>

Færðu inn athugasemd